SA Víkingar báru sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með sjö mörkum gegn einu en leikurinn fór fram sl. laugardag.
Víkingar náðu frumkvæðinu hvað markaskorun varðaði strax í fyrstu lotu og náðu þriggja marka forystu í henni. Jón B. Gíslason gerði tvo þeirra og spilandi þjálfari þeirra Jussi Sipponen eitt.
Tvö marka Víkinga voru þegar þeir voru manni fleiri á ísnum en alls komu fjögur af sjö mörkum þeirra þegar liðið hafði yfirtölu á ísnum þannig var ástatt. Víkingar juku forystu sína enn frekar þegar þeir bættu við tveimur mörkum í annarri lotu. Það var ekki fyrr en í upphafi þriðju lotu sem heimaliðið komst á blað með marki frá Miloslav Racansky. Víkingar áttu hinsvegar lokaorðið með tveimur mörkum frá þeim Orra Blöndal og Heiðari Erni Krisveigarsyni.
Með sigrinum hafa Víkingar 10 stig og í sæti öpry sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Esju sem vermir efsta sætið. SR-ingar, sem léku til úrslita í fyrra, hafa hinsvegar einungis eitt stig að fimm leikjum loknum.
Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/0
Michal Danko 0/1
Refsingar SR: 14 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Jón B. Gíslason 2/1
Orri Blöndal 2/0
Jussi Sipponen 1/4
Ingvar Þór Jónsson 1/2
Heiðar Örn Kristveigarson 1/1
Andri Már Mikaelsson 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Refsingar SA Víkinga: 10 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH