Skautafélag Reykjavíkur og SA Ásynjur áttust við í fyrsta skipti á þessu tímabili sl. laugardag en leikurinn fór fram í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerður fjórtán mörk gegn tveimur mörkum heimakvenna í SR. SR-ingar nýttu sér að þessu sinni þá lánamöguleika sem reglugerðir í flokknum leyfa og fengu lánaða þrjá leikmenn frá Birninum til að spila með sér.
Þrátt fyrir stórt tap voru það SR-konur sem urðu fyrstar til að skora en á sjöttu mínútu kom Flosrún Jóhannesdóttir þeim yfir. Ásynjur svöruðu hinsvegar hressilega fyrir sig og þegar leikurinn var hálfnaður höfðu þær gert sex mörk sem öll komu frá tveimur leikmönnum, þeim Kolbrúnu Maríu Garðarsdóttir og Silvíu Rán Björgvinsdóttir. Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir bætti þá stöðu SR kvenna en áður en lotunni lauk höfðu Ásynjur bætt við tveimur mörkum og staðan að lokinni annarri lotu því 8 – 2 gestunum í vil.
Síðasta lotan var SR-konum erfið, þær fengu á sig sex mörk án þess að svara fyrir sig og stigin þrjú því Ásynja.
Mörk/stoðsendingar SR:
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Steinunn E. Sigurgeirsdóttir1/0
Alexandra Hafsteinsdóttir 0/1
Laura Ann Murphy 0/1
Refsingar SR: 2 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SA Ásynjur:
Kolbrún María Garðarsdóttir 6/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 5/4
Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Díana Björgvinsdóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 0/3
Katrín Ryan 0/1
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 0/1
Arndís Sigurðardóttir 0/1
Ragnhildur H. Kjartansdóttir 0/1
Refsingar SA Ásynjur: 2 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH