Áhorendur í Skautahöllinni á Akureyri í gær fengu mikið fyrir peninginn eins og sagt er. Bráðfjörugan leik þar sem allt gat gerst. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi og taugar áhorfenda líkt og leikmanna voru þandar til hins ýtrasta. Þetta var alvöru háspenna. Leikurinn endaði með 4-3 sigri SR og leiðir Reykjvíkurliðið nú úrslitaeinvígið og á næsta heimaleik.
Hann verður leikinn á morgun fimmtudag klukkan 19:45 í Skautahöllinni í Laugardal og er rétt að hvetja alla íþróttaáhugamenn á að mæta, þetta stefnir í að verða rosalegt einvígi.
Hér má sjá umfjöllun ishokki.is
Hér er umfjöllun Morgunblaðsins