SR - Húnar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Húnar áttust við á íslandsmóti karla í gærkvöld.  Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Húna. Leikurinn var lengi vel jafn, liðin skiptust á að sækja en það voru  Húnar sem hófu leikinn betur því Úlfar Jón Andrésson kom þeim yfir í fyrstu lotu en það var jafnframt eina mark lotunnar.

Í annarri lotu  náðu SR-ingar á hinsvegar að jafna metin og komast yfir á stuttum kafla rétt fyrir miðja lotu. Fyrra markið átti  Milosav Racansky en það síðara Zdenek Prochazka og SR-ingar fóru þvi með 2 – 1 forskot inn í leikhlé eftir aðra lotu.

SR-ingar bættu svo við tveimur mörkum rétt áður en síðasta lotan var hálfnuð og þar með var sigurinn nokkurn veginn í höfn. Fyrra markið átti fyrrnefndur Milosav Racansky en það síðara Styrmir Friðriksson eftir nokkurn vandræðagang í vörn Húna.  Húnar áttu þó lokaorðið í leiknum og þar var aftur á ferðinni Úlfar Jón Andrésson.

Mörk/stoðsendingar SR:

Milosav Racansky 2/1
Zdenek Prochazka 1/2
Styrmir Friðriksson 1/0

Refsingar SR: 16 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Úlfar Andrésson 2/0
Birkir Árnason 0/1

Refsingar Húnar: 16 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH