SR Fálkar og Víkingar áttus við á íslandsmótinu síðastliðin laugardag. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki SR Fálka.
SR Fálkar komust yfir með marki frá Arnþóri Bjarnasyni á sjöttu mínútu en það var jafnframt eina mark lotunnar. Víkingar náðu hinsvegar að jafna fljótlega í byrjun annarrar lotu með marki frá Orra Blöndal og í lok lotunnar kom Sigurður Óli Árnason þeim yfir. Fljótlega í þriðju og síðustu lotunni náðu síðan Andri Freyr Sverrisson og Ingvar Þór Jónsson að trygga sigurinn fyrir Víkinga. SR Fálkar reyndu sitt ýtrasta til að jafna undir lokin, eftir að hafa tekið leikhlé, en höfðu ekki árangur sem erfiði.
Næsti leikur á íslandsmóti karla er á þriðjudaginn en þá mætast SR og Björninn í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 19.45.
Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:
Arnþór Bjarnason 1/0
Miloslav Racahsky 0/1
Steinar P. Veigarsson 0/1
Refsingar SR Fálkar: 8 mínútur
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Orri Blöndal 1/0
Sigurður Óli Árnason 1/0
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/2
Sigurður Reynisson 0/1
Refsingar Víkingar: 12 mínútur
HH