SR Fálkar tóku á móti Víkingum á íslandsmótinu á föstudagskvöld og fór leikurinn fram í Laugardal. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 7 mörk gegn engu marki SR Fálka.
SR Fálkar áttu í vök að verjast allan leikinn en lengi fram eftir fyrstu lotu tókst þeim þó að koma í veg fyrir að Víkingar skoruðu. Víkingar náðu hinsvegar á fimm mínútna kafla í lok lotunnar að setja þrjú mörk en það voru þeir Andri Freyr Sverrisson, Hafþór Andri Sigrúnarson og Stefán Hrafnsson sem gerðu mörkin.
Fljótlega í annarri lotu bætti Sigurður Sigurðsson við marki fyrir Víkinga en markið kom þegar Víkingar voru manni fleiri á ísnum. Andri Freyr Sverrisson bætti síðan við öðru marki sínu og í lok annarrar lotu var staðan 0 – 5 Víkingum í vil.
Staða Fálka var því orðin erfið þegar kom að þriðju og síðustu lotunni. Andri Freyr Sverrisson fullkomnaði þrennu sína stuttu eftir miðja lotu og það var Lars Foder sem átti lokaorðið hvað markaskorun varðaði með marki skömmu fyrir leikslok.
Refsingar SR Fálkar: 24 mínútur
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Andri Freyr Sverrisson 3/0
Lars Foder 1/2
Sigurður Sveinn Sigurðsson 1/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Stefán Hrafnsson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/2
Zdenek Prpchazka 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Orri Blöndal 0/1
Refsingar Víkingar: 28 mínútur