SR Fálkar lögðu Jötna í eina leik íslandsmótsins sem fram fór milli jóla og nýárs með ellefu mörkum gegn tveimur þegar liðin áttust við í Laugardalnum.
Meðalaldur leikmanna á ísnum að þessu sinni var nokkuð lágur og það var einn þeirra, Markús Maack sem opnaði markareikning SR Fálka. Kristján Gunnlaugsson og Daníel Melsteð komu heimaliðinu síðan í 3 – 0 áður en Andri Ólafsson minnkaði muninn fyrir norðanmenn. Lokaorð lotunnar átti hinsvegar Gísli T. Guðjónsson fyrir SR Fálka og staðan því 4 -1 þeim í vil að lokinni fyrstu.
Önnur lota var á svipuðum nótum, Jón Andri Óskarsson kom SR Fálkum í 5 – 1 en Ólafur Ingi Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Jötna. SR Fálkar bættu hinsvegar við tveimur mörkum og fór því inn í leikhlé í vænlegri 7 – 2 stöðu.
Nokkuð virtist dregið af Jötnum í þriðju og síðustu lotunni og í henni settu SR-Fálkar á þá fjögur mörk.
Með sigrinum komu SR Fálkar sér í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, einu stigi meira en Jötnar sem eru í fimmta sæti en bæði liðin hafa leikið 11 leiki á tímabilinu.
Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:
Jón Andri Óskarsson 3/1
Daníel Melsteð 2/0
Sölvi Atlason 2/0
Kristján Gunnlaugsson 1/2
Markús Maack 1/0
Gísli Tómas Guðjónsson 1/0
Kári Guðlaugsson 1/0
Árni Valdimar Bernhöft 0/2
Hilmar Ævarsson 0/1
Viktor Svavarsson 0/1
Refsingar SR Fálka: 6 mínútur
Mörk/stoðsendingar Jötna:
Andri Ólafsson 1/0
Ólafur Ingi Sigurðsson 1/0
Refsingar Jötna: 8 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH