SR Fálkar tóku á móti Húnum í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Húna sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki SR Fálka.
Það voru SR Fálkar sem komust yfir með marki frá Gauta Þormóðssyny þegar langt var liðið á fyrstu lotu. Húnar náðu hinsvegar að svara fyrir strax í annarri lotu því þá gerðu þeir fjögur mörk. Gunnar Guðmundsson jafnaði fyrir þá leikinn á áttundu mínútu lotunnar. Bergur Árni Einarsson skoraði síðan tvö mörk með stuttu millibili áður en Aron Knútsson innsiglaði sigur Húna skömmu síðar.
Með sigrinum hafa Húnar náð sjö stiga forystu á Jötna sem eru í 4. sætinu en Jötnar eiga eftir að leika tvo leiki í deildinni.
Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:
Gauti Þormóðsson 1/0
Daníel Hrafn Magnússon 0/1
Refsingar SR Fálkar: 6 mínútur
Mörk/stoðsendingar Húnar:
Bergur Árni Einarsson 2/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Aron Knútsson 1/0
David Macisaac 0/1
Gunnlaugur Guðmundsson 0/1
Refsingar Húnar: 14 mínútur.
HH