Lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins áttust við á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki SR-inga.
Bjarnarmenn hófu leikinn af miklum krafti og sóttu grimmt að marki SR-inga. Það bar árangur mjög fljótlega þvi að Gunnar Guðmundsson kom Birninum yfir strax á þriðju mínútu fyrstu lotu. Það var hinsvegar eina markið í lotunni og því allt opið ennþá í leiknum.
Önnur lota var lengi vel markalaus en Daniel Kolar kom jók forystu Bjarnarmanna eftir þunga sókn og þeir því með þægilega 0 – 2 forystu eftir aðrar lotu
Staða SR-inga varð enn erfiðari um miðja þriðju lotu þegar Ólafur Hrafn Björnsson skoraði en SR-ingar voru á þeim tíma einum færri á svellinu. SR-ingar gerðu hinsvegar slíkt hið sama skömmu síðar þegar Miloslav Racansky minnkaði muninn fyrir þá. Falur Birkir Guðnason gulltryggði hinsvegar sigurinn fyrir Björninn þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.
Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 1/0
Gauti Þormóðsson 0/1
Zdenek Prochazka 0/1
Refsingar SR: 10 mínútur
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Ólafur Hrafn Björnsson 1/2
Daniel Kolar 1/1
Falur Birkir Guðnason 1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Lars Foder 0/1
Birkir Árnason 0/1
Refsingar Björninn: 14 mínútur
Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson
HH