SR - Björninn umfjöllun


Úr myndasafni                                                                                                                Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við í kvennaflokki í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerðu sjö mörk gegn einu marki SR-kvenna.

Liðin sóttu til skiptis á hvort annað, Bjarnarkonur voru þó öllu aðgangsharðari en SR-konur áttu þó einnig sín tækifæri. Bæði lið áttu fleira en eitt stangarskot auk annarra tækifæra. Það voru Bjarnarkonur sem gerðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Kristín Ingadóttir opnaði markareikninginn og síðan bætti Elva Hjálmarsdóttir við tveimur mörkum.

Í annarri lotu bætti Sigrún Sigmundsdóttir síðan við fjórða markinu fyrir Bjarnarkonur áður en Kristín Ómarsdóttir svaraði fyrir SR-konur. Lísa Lind Ólafsdóttir ásamt fyrrnefndri Elvu Hjálmarsdóttir bættu síðan við tveimur mörkum fyrir Björninn áður en lotan var búinn og staðan því 1 - 6 Birninum í vil.

Í síðustu lotunni bætti Elva Hjálmarsdóttir síðan við enn einu markinu sínu og öruggur sigur Bjarnarkvenna var í höfn.

Mörk/stoðsendingar SR:

Kristín Ómarsdóttir 1/0

Refsingar SR: 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Elva Hjálmarsdóttir 4/0
Kristín Ingadóttir 1/1
Lísa Lind Ólafsdóttir 1/0
Ingibjörg G. Hjartardóttir 0/2
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 6 mínútur

HH