26.01.2011
Skautafélag Reykjavíkur og Björninn léku í meistaraflokki kvenna í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarkvenna sem gerðu 11 mörk gegn 2 mörkum SR-kvenna. SR-ingar hafa nýtt sér reglugerð sem leyfir flutning leikmanna til nýstofnaðra liða og fengu til liðs við sig fjóra drengi úr 4. flokki
Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarþungi gestanna töluverður og strax í fyrstu lotu voru þær komnar með þægilega 0 – 3 stöðu. Sóley Jóhannesdóttir átti fyrsta markið en Hanna Rut Heimisdóttir næstu tvö.
Önnu lotan var nokkuð jafnari og endaði 2 – 3 Bjarnarstelpum í vil. Staðan því 2 – 6 eftir aðra lotu.
Í þriðju lotunni gáfu SR-ingar nokkuð eftir og Bjarnarstúlkur bættu í og endaði þriðja lotan 0 – 5
Mörk/stoðsendingar SR:
Birkir Sigurðarson 2/0
Kristín Ómarsdóttir 0/1
Tara Brynjarsdóttir 0/1
Refsingar SR: 6 mínútur
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hanna Rut Heimisdóttir 4/0
Elva Hjálmarsdóttir 3/1
Flosrún Vaka Jóhannsdóttir 2/1
Lilja María Sigfúsdóttir 2/1
Kristín Ingadóttir 0/3
Sigrún Sigmundsdóttir 0/1
Ingibjörg G. Hjartadóttir 0/1
Refsingar Björninn: 4 mínútur
Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir
HH