15.12.2010
Skautafélag Reykjavíkur og Björninn léku í gærkvöld í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri SR sem gerði átta mörk gegn sjö mörkum Bjarnarstúlkna.
Eins og kom fram á síðunni okkar hér fyrr í vetur hefur félag sem ekki hafði skráði lið til keppni í mfl. kvenna síðastliðin 3 ár er heimilt að fá leikmenn að láni samkvæmt ákveðnum reglum. SR-ingar nýttu sér það í gær og tefldu fram þremur leikmönnum úr 4. flokki drengja.
Það voru Bjarnarstúlkur sem höfðu frumkvæðið í fyrstu lotu hvað markaskorun varðaði og áttu bæði fyrsta og síðasta markið í lotunni en henni lyktaði 2 - 3. Síðasta markið skoraði Sigríður Finnbogadóttir alveg í lotulok þegar Bjarnarstúlkur nýttu sér að vera einum fleiri.
Aðeins dró úr markaskoruninn í annarri lotu en hana unnu SR-ingar 2 -1 og staðan því orðin jöfn 4 - 4.
Þriðja lotan var síðan æsispennandi en henni lauk með sigri SR sem gerði fjögur mörk gegn þremur Bjarnarstúlkna en tvö síðustu mörkin komu þegar Bjarnarstúlkur voru manni færri á ísnum.
Mörk/stoðsendingar SR:
Jón Andri Óskarsson 7/0
Kristófer Sigurðsson 1/0
Edda María Birgisdóttir 0/2
Sonja Dögg Jónsdóttir 0/2
Diljá Mjöll Hreiðarsdóttir 0/1
Refsimínútur SR: 12 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hanna Rut Heimisdóttir 4/1
Sigríður Finnbogadóttir 2/2
Kristín Ingadóttir 1/2
Ingibjörg G. Hjartardóttir 0/1
Refsimínútur Björninn: 18 mínútur.
HH