SR - Björninn umfjöllun




Frá leik liðanna í gærkvöld                                                                Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn léku í meistaraflokki  kvenna á íslandsmótinu í íshokkí og fór leikurinn fram í Laugardalnum.  Leiknum lauk með sigri Bjarnarstúlkna sem gerðu 7 mörk gegn 2 mörkum SR-kvenna. Hjá báðum liðum má sjá töluvert af nýjum nöfnum á leikmannalistum og eru sumar  þeirra strax farin að láta að sér kveðaen bææði lið spiluðu á öllum sínum mannskap.

Bjarnarkonur hófu leikinn með miklum látum og strax á fyrstu mínútunni kom Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir þeim yfir. Hanna Rut Heimisdóttir bætti síðan við öðru marki á 9. mínútu leiksins. SR-konur náðu hinsvegar að minnka muninn rúmlega mínútu síðar og þar var á ferðinni Stefanía Kristín. Staðan því 1 – 2 eftir fyrstu lotu.

Í annarri lotu bættu Bjarnarkonur við tveimur mörkum án þess að SR-konum næðu að svara fyrir sig. Bæði mörkin átti Flosrún Vaka Jóhannesdóttir  og staðan því 1 – 4 Bjarnarkonum í vil eftir aðra lotu.

Bjarnarkonur áttu fyrsta markið í 3ju lotu en þar var á ferðinni Lilja María Sigfúsdóttir. SR-konur náðu hinsvegar að svara fyrir sig með marki frá Hörpu Dögg Kjartansdóttir. Síðustu tvö mörkin áttu gestirnir og aftur var það Flosrún Vaka sem skoraði.

Mörk/stoðsendingar SR:

Stefanía Kristín 1/0
Harpa Dögg Kjartansdóttir 1/0
Hákon Orri Árnason 0/1

Refsingar SR: 14 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 4/2
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/3
Lilja María Sigfúsdóttir 1/2
Hanna Rut Heimisdóttir 1/1
Sigríður Finnbogadóttir 0/1

Refsingar Björninn: 16 mínútur.