16.12.2009
Skautafélag Reykjavíkur og Björninn léku í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarmanna sem gerðu 9 mörk gegn 2 mörkum SR-inga.
Bjarnarmenn sem hafa átt erfiðan vetur hingað til en byrjuðu af miklum krafti og komust yfir eftir sjö mínútna leik með marki frá Úlfari Jóni Andréssyni. SR-ingar jöfnuðu metin á sömu mínútu og allt útlit fyrir spennandi leik. En næstu 30 mínútur leiksins gerðu Bjarnarmenn sex mörk án þess að SR-ingar næðu að svara fyrir sig. Trausti Bergmann, nýkominn úr patentlásum og gilsum af sjónum, skoraði sitt annað mark í tveimur leikjum og stuttu síðar bætti Daði Örn Heimisson öðru marki við fyrir gestina. Staðan því eftir fyrstu lotu 1 -3.
Í annarri lotu héldu Bjarnarmenn áfram að bæta við mörkum og skoruðu þeir fjögur mörk og voru komnir í 1 – 7 á meðan SR-ingar sýndu litla baráttu. Rétt undir lok lotunnar minnkaði Daniel Kolar muninn fyrir SR-inga og staðan því 2 – 7 þegar lotunni lauk.
Í þriðju lotu bættu SR-ingar í sóknina og áttu nokkur hættuleg tækifæri án þess að skora. Þess í stað skoraði Brynjar Bergmann með stoðsendingu frá bróður sínu Trausta Bergmann og að lokum bætti Birgir Hansen marki við fyrir gestina. Öruggur sigur Bjarnarmanna í höfn og langt síðan SR-ingar hafa átt jafn dapran leik. Bjarnarmenn börðust hinsvegar vel allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilin.
Mörk/stoðsendingar SR:
Gauti Þorðmóðsson 1/1
Daniel Kolar 1/0
Svavar Rúnarsson 0/1
Refsimínútur SR: 77 mín
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Birgir Hansen 2/2
Brynjar Bergmann 2/0
Daði Örn Heimisson 1/1
Trausti Bergmann 1/1
Brynjar Freyr Þórðarson 1/1
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Gunnar Guðmundsson 0/4
Vilhelm Már Bjarnason 0/1
Falur Birkir Guðnason 0/1
Refsimínútur Björninn 34 mín.
Myndina tók Jóhann Björn Ævarsson
HH