SR - Björninn umfjöllun

Björninn lagði í gærkvöld Skautafélag Reykjavíkur með níu mörkum gegn engu í kvennaflokki en leikurinn fór fram í Laugardalnum. Báðum liðum hafði bæst við liðsauki frá síðasta leik. Alda Kravec lék með SR-ingum að nýju og Karen Ósk Þórisdóttir lék með liði Bjarnarins.
Einsog  oft áður var hart sótt að stúlkunum í SR og markmaður þeirra Arna Rúnarsdóttir hafði því ærinn starfa.
Það var Hanna Rut Heimisdóttir sem opnaði markareikning Bjarnarkvenna snemma í fyrstu lotu. Stuttu síðar bætti Maríana Birgisdóttir við öðru marki en hún átti eftir að koma töluvert við sögu í leiknum.
Bjarnarkonur bættu síðan við þremur mörkum í annarri lotu og breyttu stöðunni í 0  - 5 og staða SR-kvenna orðin erfið.
Í þriðju lotunni komu svo fjögur mörk en þeim skiptu þær jafnt á milli sín, Kristín Ingadóttir og fyrrnefnd Maríana sem í leiðinni fullkomnaði þrennu sína.

Refsingar SR: 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Maríana Birgisdóttir 3/2
Kristín Ingadóttir 2/2
Hanna Rut Heimisdóttir 2/1
Karen Ósk Þórisdóttir 1/1
Sigríður Finnbogadóttir 1/0
Elva Hjálmarsdóttir 0/2
Berglind Gunnarsdóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins: 4 mínútur.

HH