SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í kvennaflokki áttust við í gærkvöld og fór viðureignin fram í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri gestanna úr Birninum sem gerðu tíu mörk án þess að heimakonur næðu að svara fyrir sig. Með sigrinum lyftu Bjarnarkonur sér í annað sætið, fjórum stigum á eftir Ásynjum sem eru efstar en stigi á undan Ynjum sem koma næstar. Öll liððin hafa leikið fjóra leiki.
Bjarnarkonur náðu frumkvæðinu strax í fyrstu lotu og það var ungviðið sem sá um mörkin sem urðu alls fimm. Þær stöllur Thelma María Guðmundsdóttir og Kristín Ingadóttir gerðu tvö hvor en fimmta markið átti Berglind Gunnarsdóttir.
SR-konur komust aðeins betur inn í leikinn í annarri lotunni en Bjarnarkonur bættu samt eigi að síður við þremur mörkum. M.a. fullkomnaði fyrrnefnd Thelma þrennu sína en hin mörkin áttu Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Hrund Thorlacius.
Nokkuð gott jafnræði var svo með liðunum í þriðju og síðustu lotunni en Bjarnarkonur bættu þá við tveimur mörkum. Fyrra markið átti Sigrún Sigmundsdóttir en það síðara Flosrún Vaka.


Mörk/stoðsendingar Björninn:

Thelma María Guðmundsdóttir 3/1
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2/3
Kristín Ingadóttir 2/1
Sigrún Sigmundsdóttir 1/1
Hrund Thorlacius 1/0
Berglind Gunnarsdóttir 1/0
Snædís Kristjánsdóttir 0/1

Refsingar Björninn 2 mínútur.

HH