SR - Björninn umfjöllun

Frá leik SR og Bjarnarins
Frá leik SR og Bjarnarins

Björninn bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með tveimur mörkum gegn einu sl. föstudag. Með sigrinum kom Björninn sér í efsta sæti deildarkeppninnar með stigi meira en lið SA sem átti leik til góða.
Leikurinn var bráðfjörugur og spennandi og bæði lið áttu ágætis marktækifæri.  SR-ingar sóttu mikinn í fyrstu lotu en uppskáru einungis eitt mark en þar var að verki  Jón Andri Óskarsson. Leikurinn jafnaðist síðan í annarri lotu en í henni náðu Bjarnarmenn að jafna þegar þeirr nýttur sér að vera manni fleiri á ísnum. Markið átti Lars Foder eftir stoðsendingu frá  Nicolas Antonoff. Þeir félagar endurtóku svo leikinn í þriðju og síðustu lotunni og skoruðu markið mikilvæga sem gaf Birninum stigin þrjú.  

Mörk/stoðsendingar SR:

Jón Andri Óskarsson 1/0
Miroslav Racansky 0/1

Refsingar SR: 14 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lars Foder 2/0
Nicolas Antonoff 0/2

Refsingar Björninn:  12 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH