Úr leik liðanna á föstudaginn Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir
Síðastliðin föstudag léku í Laugardalnum lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði þrettán mörk gegn engu marki SR-kvenna.
Leikmannahópur Bjarnarins hefur verið að styrkjast undanfarnar vikur, bæði státar hann af tölvuvert mörgum nýjum leikmönnum en einnig eru Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Hanna Rut Heimisdóttir mættar aftur til leiks.
Eins og tölurnar gefa til kynna voru Bjarnarkonur töluvert sterkari í leiknum og það var Hanna Rut Heimisdóttir sem opnaði markareikning þeirra þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Bjarnarkonur bætt svo við þremur mörkum fyrir hlé og því strax komnar í góða stöðu eftir fyrstu lotu.
Í annarri lotunni bættu Bjarnarkonur við fimm mörkum en fyrsta markið kom strax í byrjun lotunnar og aftur var það Hanna Rut sem gerði markið og hún kom mikið við sögu hvað markaskorun varðaði.
Staðan eftir aðra lotu því 0 – 9.
Lokalotan fór rólega af stað og lengi vel héldu SR-konur marki sínu hreinu. Á síðustu sjö mínútunum gáfu þær hinsvegar nokkuð eftir og Bjarnarkonur bættu við fjórum mörkum.
Refsingar SR: 4 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hanna Rut Heimisdóttir 5/3
Kristín Ingadóttir 3/3
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 3/3
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/3
Ingibjörg G. Hjartardóttir 1/3
Lena Rós Arnarsdóttir 0/2
Snædís Mjöll Kristjánsdóttir 0/1
Eva Rögn Þórarinsdóttir 0/1
Refsingar Björninn: 6 mínútur.
HH