Yfirburðir íslenska liðsins voru algjörir frá upphafi til enda og sem fyrr var hvergi veikan hlekk að finna. Þetta var hins vegar ekki besti leikurinn á mótinu og okkar menn geta spilað miklu betur. Síðasti leikur mótsins verður á sunnudaginn og það verður jafnfram úrslitaleikurinn um gullið og útskrift úr þriðju 3.deildinni.
Loturnar fóru 4 – 0, 2 – 0 og 4 – 0 og okkar menn tóku 65 skot og tóku við 12 skotum. Daníel Jóhannsson stóð á milli stanganna og hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni.
Mörk og stoðsendingar
Brynjar Bergmann 1/4
Gunnar Darri Sigurðsson 3/1
Steindór Ingason 1/3
Ólafur Hrafn Björnsson 1/2
Björn Róbert Sigurðarson 1/1
Ólafur Árni Ólafsson 1/1
Sigurður Reynisson. 1/1
Jóhann Leifsson 0/2
Gunnlaugur Guðmundsson 1/0
Ingþór Árnason 0/1
Gunnar Darri Sigurðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu að leik loknum en hann gerði þrennu í síðasta leikhlutanum en hann átti jafnframt 20 ára afmæli í dag.