10.01.2011
Lið Skautafélags Reykjavíkur heimsótti á laugardaginn lið SA Ynja á Íslandsmótinu í íshokkí kvenna. Leiknum lauk með sigri SA Ynja sem gerðu fimm mörk gegn einu marki SR-kvenna. Með sigrinum höfðu SA Ynjur sætaskipti við SR-konur og hafa nú sjö stig eftir átta leiki.
Ynjur voru öllu sókndjarfari og á 12. mínútu kom Silvía Rán Björgvinsdóttir þeim yfir og áður en lotan var liðin hafði hún bætt við öðru marki.
Í annarri lotu héldu mörkin áfram að koma og Diljá Sif Björgvinsdóttir, Linda Brá Sveinsdóttir og fyrrnefnd Silvía Rán bættu við mörkum fyrir Ynjur. Sigrún Sigmundsdóttir minnkaði síðan muninn fyrir SR-konur rétt fyrir lotulok.
Þriðja lotan var því markalaus.
Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 3/1
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 0/1
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1
Refsimínútur SA Ynjur:19 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR:
Sigrún Sigmundsdóttir 1/0
Refsimínútur SR: 4 mínútur.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH