09.12.2009
Einn leikur fór fram í meistaraflokki kvenna í gærkvöld þegar yngra og eldra lið Skautafélags Akureyrar áttust við. Leiknum lauk með sigri þeirra eldri sem gerðu 4 mörk gegn 2 mörkum þeirra yngri. Lengi vel gekk hvorugu liðinu ekkert að skora og það var ekki fyrr en í 2. lotu sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þrjú önnur mörk bættust við í lotunni og staðan að henni lokinni var 1 - 3 þeim eldri í vil. Liðin bættu svo við sitthvoru markinu í síðustu lotunni og endaði því leikurinn einsog áður sagði 2 - 4. Greinilegt er að yngra liði SA fer statt og stöðugt fram og stelpurnar sem skipa liðið hafa mikinn metnað til að bæta sig. Skautatæknin fer síbatnandi og formið er fínt. Það styttist því alltaf meir og meir í að þær velgji þeim eldri verulega undir uggum.
Mörk/stoðsendingar SA yngri:
Bergþóra Bergþórsdóttir 1/0
Thelma Marin Guðmundsdóttir 1/0
Refsimínútur SA yngri: 4 mín.
Mörk/stoðsendingar SA eldri:
Sarah Smiley 2/0
Guðrún María Viðarsdóttir 1/0
Jóhanna Ólafsdóttir 1/0
Vigdís Aradóttir 0/1
Katrín Hrund Ryan 0/1
Refsimínútur SA eldri: 10 mín.
HH