SA Víkingar báru í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með þremur mörkum gegn tveimur. Með sigrinum héldu Víkingar toppsæti sínu í deildinni, tveimur stigum á undan SR, en liðin mætast eimitt í lokaleik deildarkeppninnar nk. laugardag á Akureyri.
Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu en það var Sturla Snær Snorrason sem kom Esju yfir með marki um miðja lotu Fjórum mínútum síðar jafnaði Ben DiMarco metin fyrir Víkinga eftir stoðsendingu frá Jóni B. Gíslasyni. Sturla Snær hafði hinsvegar ekki sagt sitt síðasta orð og tæpum þremur mínútum fyrir lotulok kom hann Esju aftur yfir.
Önnur lotan var markalaus en Ingólfur Elíasson jafnaði metin fyrir Víkinga rétt fyrir miðja lotu og það var síðan varnarmaðurinn Ingþór Árnason sem skoraði markið sem skildi liðin að í lokin.
Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Ben Di Marco 1/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Jay LeBlanc 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Sigurður Sigurðarson 0/1
Jón B. Gíslason 0/1
Refsingar SA Víkinga: 10 mínútur.
Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Sturla Snær Snorrason 2/0
Róbert Pálsson 0/1
Egill Þorðmóðsson 0/1
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Kole Bryce 0/1
Refsingar UMFK Esja: 8 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH