SA Víkingar tóku á móti liði UMFK Esju á Akureyri í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Víkinga sem gerðu átta mörk gegn fjórum mörkum Esju.
Það var Ben DiMarco sem opnaði markareikning Víkinga á þegar hann átti skot frá bláu línunni en á þeim tíma var liðið með yfirtölu á ísnum. Rúnar F Rúnarsson og Sigurður Sigurðsson bættu síðan við tveimur mörkum fyrir hlé en í bæði skiptin náðu Víkingar að pressa vel á Esjumenn í varnarsvæði þeirra.
Kole Bryce kom Esju hinsvegar inn í leikinn fljótlega í annarri lotunni í annarri lotunni eftir sendingu frá landa sínum Mike Ward. Sú sæla stóð hinsvegar stutt yfir því næstu tvö mörk voru Víkinga. Fyrra markið átti Jón Gíslason en hið síðar kom innan við mínútu síðar en það átti Ingþór Árnason með góðu langskoti. Í þriðju og síðustu lotunni náðu Esjumenn að koma sér inn í leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir að leiknum var staðan orðin 6 – 4. Þegar stutt var til leiksloka freistaði Gauti Þormóðsson þjálfari Esju að minnka muninn með því að draga markmann sinn af velli. Sú áætlun gekk ekki upp og þess í stað skoraði Jóhann Már Leifsson í autt markið og örfáum sekúndum síðar bætti Jón B. Gíslason við öðru marki fyrir Víkinga.
Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Ben Di Marco 2/0
Jón B. Gíslason 2/0
Jóhann Már Leifsson 1/2
Sigurður S. Sigurðsson 1/1
Inþór Árnason 1/0
Rúnar F Rúnarsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/2
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1
Refsingar SA Víkinga: 72 mínútur
Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Pétur A Maack 1/1
Kole Bryce 1/0
Egill Þormóðsson 1/0
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Mike Ward 0/2
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1
Refsingar UMFK Esja: 72 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH