SA Víkingar - SR umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

SA Víkingar náðu sex stiga forystu í toppsæti deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með sjö mörkum gegn fjórum í gærkvöld. Bæði lið náðu að stilla upp ágætlega sterkum liðum en hjá Víkingum vantaði þó Sigurð Reynisson sem var meiddur og Gunnar Darra Sigurðsson sem var í leikbanni. SR-ingar voru hinsvegar án þeirra Daníels Steinþórs Magnússonar og Jóns Andra Óskarssonar. 
Fyrsta lotan gaf svosem ekki til kynna að um mikinn markaleik yrði að ræða því aðeins eitt mark var skorað en það gerði Ben Di Marco um miðja lotu.
Önnur lotan var hinsvegar fjörugri svo um munaði. Fyrrnenfdur Ben DiMarco skoraði þá þrjú mörk í röð fyrir Víkinga en þó ekki án þess að Sam Krakauer næði að lauma inn einu marki fyrir SR-inga á milli. Mörkin í lotunni urðu á endanum samtals átta mörk. Fimm þeirra áttu Víkingar en þrjú SR-ingar og staðan því 6 – 3 norðanmönnum í vil.
Þriðja og síðasta lotan var síðan á öllu rólegri nótunum en þá skoruðu liðin sitt markið hvort.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Ben DiMarco 5/1
Jón Benedikt Gíslason 1/2
Rúnar F. Rúnarsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Orri Blöndal 0/1
Einar Valentine 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 16 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Samuel Krakauer 2/0
Miloslav Racansky 1/1
Kári Guðlaugsson 1/0
Robbie Sigurðsson 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Baldur Líndal 0/1

Refsingar SR: 10 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH