SA Víkingar - Björninn umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Björninn bar í gærkvöld sigurorð af SA Víkingum með tveimur mörkum gegn engu í meistaraflokki karla en leikurinn fór fram á Akureyri. Þetta var í fjórðaskiptið sem liðin mætast í vetur en fyrir leikinn höfðu Víkingar unnið tvo leiki en Björninn einn leik.

Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu en fyrra mark leiksins gerði Úlfar Jón Andrésson á síðustu mínútu lotunnar eftir að Andri Steinn Hauksson hafði unnið pökkinn í baráttu á bláu línuninni. Víkingar bættu í sóknina það sem eftir lifði leiks án þess þó að koma pökknum fram hjá Ómari Smára Skúlasyni. Þegar rúmar fjórar mínútur lifðu leiks  náðu Bjarnarmenn góðri skyndisókn og í henni tryggði  Úlfar Jón Andrésson Birninum stigin sem í boði voru.

Staðan að loknum leikjum kvöldsins er eftirfarandi:


1. SA Víkingar      11   23       +12 
2. Björninn          11   17         -6 
3. SR                    11   15         -1 
4. UMFK Esja       11   11         -5

Refsingar SA Víkinga: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Úlfar Jón Andrésson 2/0
Andri Steinn Hauksson 0/1
Brynjar Bergmann 0/1

Refsingar Björninn: 8 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH