SA Valkyrjur - SA Ynjur umfjöllun

Mikill markaleikur fór fram á Akureyri í gær þegar SA Valkyrjur og SA Ynjur mættur í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri SA Valkyrja sem gerðu 7 mörk gegn 6 mörkum Ynjanna.
Reyndar leit ekkert út fyrir í byrjun  að leikurinn yrði spennandi því þegar tíu mínútur voru liðnar af fyrstu lotu var staðan 3 – 0 Valkyrjum i hag. En Ynjurnar bitu á jaxlinn og náðu að setja mark áður en lotan var úti og staðan þvi 3 – 1 í lotulok.
Valkyrjur áttu hinsvegar fyrstu tvö mörkin í annarri lotu og staðan orðin 5 – 1 og því afar vænleg fyrir þær. Aftur komu Ynjurnar hinsvegar til baka og á síðustu fimm mínútum annarrar lotu gerðu þær þrjú mörk og leikurinn aftur orðinn hörkuspennandi og staðan 5 – 4.
Í þriðju lotu áttu Valkyrjur fyrsta markið en Ynjurnar voru ekki af baki dottnar og áttu næstu tvö. Staðan því orðin 6 – 6 og skammt til leiksloka. Á endanum var það hinsvegar Sarah Smiley sem tryggði Valkyrjum sigur og öll stigin þrjú.

Mörk/stoðsendingar SA Valkyrjur:

Hrund Thorlacíus 2/2
Sarah Smiley 2/0
Guðrún Arngímsd. 2/0
Linda Brá Sveinsd. 1/1
Guðrún Blöndal 0/1

Refsimínútur SA Valkyrjur: 2 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/1
Védís Áslaug Valdemarsdóttir 1/1
Sylvía Rán Björgvinsd. 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 1/0
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/0
Katrín Hrund Ryan 1/0


Refsimínútur SA Ynja: Engar.


Ekki hefur borist leikskýrsla úr leik Bjarnarins og SR í meistaraflokki kvenna.

Mynd Sigurgeir Haraldsson.

HH