Skautafélag Akureyrar lagði á síðasta laugardag lið Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna með átta mörkum gegn einu. Með sigrinum náði SA þriggja stiga forystu á Björninn sem er í öðru sæti en bæði liðin hafa leikið sjö leiki.
Það var Thelma María Guðmundsdóttir sem átti bæði mörkin sem komu í fyrstu lotu leiksins og SA-konur því komnar í þægilega 2 – 0 stöðu.
SA-konur bættu síðan strax við tveimur mörkum strax í upphafi annarrar lotu. Diljá Sif Björgvinsdóttir átti það fyrra en Silja Rún Gunnlaugsdóttir það síðara. Á milli marka þeirra náði hinsvegar Vera Sjöfn Ólafsdóttir að minnka muninn fyrir SR-kongur. SA-konur áttu hinsvegar lokarorðið í lotunni með marki frá Sunnu Björgvinsdóttir og staðan því 5 – 1 SA-konum í vil í lotulok.
Þriðja og síðasta lotan var síðan eign Diljáar Sifjar Björgvinsdóttir hvað markaskorun varðaði því hún náði þrennu í henni og öruggur sigur SA-kvenna í höfn.
Mörk/stoðsendingar SA:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/0
Thelma María Guðmundsdóttir 2/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 1/0
Berglind Rós Leifsdóttir 0/3
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1
Lísa Lind Ólafsdóttir 0/1
Marta Magnúsdóttir 0/1
Refsingar SA: 10
Mörk/stoðsendingar SR:
Vera Sjöfn Ólafsdóttir 1/0
Refsingar SR: 8 mínútur
HH