Fimmti leikurinn í úrslitum fór fram í gærkvöld þegar Skautafélag Reykjavíkur tók á móti Skautafélagi Akureyrar. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði sjö mörk án þess að SR-inum tækist að svara fyrir sig. Með sigrinum tryggðu Skautafélag Akureyrar sér íslandsmeistaratitilinn 2015 en liðið vann seríuna 4 - 1.
Segja má að gestirnir í SA hafi nokkuð góð tök á leiknum í gær en þeir komust yfir á 18. mínútu leiksins þegar SR-ingum mistókst að hreinsa frá marki sínu en Jón B. Gíslason fékk markið skráð á sig. Þetta var jafnframt eina mark lotunnar og leikurinn því galopinn ennþá.
Önnur lotan var SA-mönnum hinsvegar gjöful en í henni gerðu þeir útum leikinn. Fyrri helming lotunnar náðu SA-menn þriggja marka forystu með mörkum frá Stefáni Hrafnssyni og Jóhanni Má Leifssyni. SR-ingar áttu síðan undir högg að sækja síðari partinn í lotunni á meðan gestirnir í SA fóru mikinn. Á um fjögurra mínútna kafla bættu þeir við þremur mörkum í við en þar voru á ferðinni þeir Ingvar Þór Jónsson, Jón B. Gíslason og Stefán Hrafnsson.
Þriðja og síðasta lotan var svolítið keim af þvi hver staðan var orðin í leiknum. Bæði lið slógu nokkuð af en eitt mark laut þó dagsins ljós. Það átti Rúnar F. Rúnarsson.
Við óskum Skautafélagi Akureyrar til hamingju með titilinn.
Refsingar SR: 12 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SA:
Jón B. Gíslason 2/2
Stefán Hrafnsson 2/1
Jóhann Már Leifsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Rúnar F. Rúnarsson 1/0
Ingþór Árnason 0/3
Andri Freyr Sverrsson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Jay LeBlanc 0/1
Ben DiMarco 0/1
Refsingar SA: 8 mínútur.
Myndir: Elvar Freyr Pálsson
HH