SA SÓTTI SIGUR Í LAUGARDALINN - einvígið jafnt

Orri Blöndal á flugi við mark SRinga
Frá úrslitum 2023, Mynd ©Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Orri Blöndal á flugi við mark SRinga
Frá úrslitum 2023, Mynd ©Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Enn eykst spennan í úrslita einvígi SA og SR um íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla. Nú þegar leiknir hafa verið 2 leikir er staðan í einvíginu 1-1 og allt opið.  SR byrjaði leikinn í gær vel og fyrsti leikhluti var klárlega þeirra. Annar leikhluti var í meira jafnvægi og eftir að SA menn náðu að setja mark var svona eins og kviknaði á þeim og sjálfstraustið kom upp. Þriðja leikhluta áttu SA menn, þeir voru fljótari, ákveðnari og sóttu ákaft.  Segja má að SR sem leiddi mestan hluta leiksins hafi dottið í það skipulag að reyna að verjast í stað þess að sækja áfram. Það var nokkuð mikill munur á leik liðsins á milli fyrsta og þriðja leikhluta. 

Sem fyrr var leikurinn hin mesta skemmtun. Mikill hraði, dauðafæri og fallegar vörslur á báða bóga.  Eitthvað sem íþróttaáhugafólk bara má ekki missa af. Staðan í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina er 1-1 og þriðji leikur verður á morgun laugardag í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 16:45.

Lesa má nánar um leikinn og gang hans á ishokki.is eða með því að smella hér

Morgunblaðið var með beina textalýsingu og hér má sá umfjöllun þeirra.