SA Jötnar - Björninn umfjöllun

SA Jötnar og Björninn léku í gærkvöld á Akureyri á íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum. Það voru Jötnar sem hófu leikinn af miklum krafti en Bjarnarmenn voru þó fyrri til að skora en þar var á ferðinni Matthías S. Sigurðsson. Rúnar Freyr Rúnarsson jafnaði metin fyrir Jötna á 16. mínútu lotunnar. Óli Þór Gunnarsson kom hinsvegar Birninum yfir 1 -2 þegar ein mínúta lifði af lotunni.
Í annarri lotu juku Bjarnarmenn forskot sitt með tveimur mörkum á mínútukafla. Brynjar Bergmann átti fyrra  markið eftir stoðsendingu frá Hirti Geir. Í því seinna skiptu þeir félagar um hlutverk, Hjörtur átti markið og Brynjar stoðsendinguna. Í þriðju lotunni jafnaðist leikurinn og nú voru það Jötnar sem áttu mörkin. Rétt einsog hjá Bjarnarmönnum í 2. lotu komu þau með stuttu millibili. Andri Már Mikaelsson átti það fyrra en Gunnar Rafn Jónsson það síðara og enn lifuð 10 mínútur leiks.  Staðan því 3 – 4. En nær komust Jötnar ekki og Björninn bætti þremur stigum í safnið.

Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:

Rúnar F Rúnarsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Gunnar Rafn Jónsson 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Helgi Gunnlaugsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsimínútur SA Jötnar: 36 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

 Brymjar Bergmann 1/1
Hjörtur Geir Björnsson 1/1
Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/0
Óli Þór Gunnarsson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/1

Refsimínútur Björninn: 0

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH