Lið SA í kvennaflokki, þ.e. SA-eldri og SA-yngri léku í Skautahöllinni á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SA-eldri sem gerði 4 mörk gegn 3 mörkum SA-yngri. Eins og við sögðum frá í
frétt hér á síðunni í gær hefur SA-eldra liðinu verið að bætast við liðsauki jafn og þétt. Ein enn bættist við með stuttum fyrirvara en að er Jónína M. Guðbjartsdóttir sem hefur verið frá um þó nokkurn tíma.
SA-eldri komust yfir með marki frá Arndísi Sigurðardóttir en Guðrún Marin Viðarsdóttir jafnaði metin fyrir þær yngri. Stuttu fyrir leikhlé kom Sara Smiley þeim eldri yfir aftur og þannig var staðan í leikhléi.
Í annarri lotu bættu þær eldri í forskotið þegar Birna Baldursdóttir skoraði en það var eina mark þriðjungsins og staðan því orðin 3 - 1 þeim eldri í vil.
Þær yngri voru þó ekki af baki dottnar Díönu Mjöll Björgvinsdóttir og Diljá Sif Björgvinsdóttir náðu þær að jafna leikinn fljótlega í þriðju lotu. Um miðja lotu náði Jónína Guðbjartsdóttir hinsvegar að skora mark sem var sigurmark leiksins.
Mörk/stoðsendingar SA-eldri:
Sarah Smiley 1/1
Birna Baldursdóttir 1/1
Arndís Sigurðardóttir 1/0
Jónína M Guðbjartsdóttir 1/0
Refsimínútur SA-eldri: 6 mín.
Mörk/stoðsendingar SA-yngri:
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/1
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Guðrún Marin Viðarsdóttir 1/0
Refsimínútur SA-yngri: 2 mín.
Með sigrinum nálgaðist SA-eldra liðið Björninn að stigum en þau lið munu eimitt mætast í Egilshöllinni klukkan 20.00 nk. laugardag.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
HH
HH