Skautafélag Akureyrar sigraði í gærkvöld Björninn með á Íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum lauk með því að SA-menn gerðu 6 mörk gegn engu marki Bjarnarmanna. Með sigrinum tryggðu SA-menn sér réttinn á að leika í úrslitakeppninni sem fram fer í byrjun mars.
Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur SA-manna öruggur en strax í byrjun leiks komust þeir yfir með marki frá Stefáni Hrafnssyni sem átti eftir að láta mikið að sér kveða í leiknum. Áður en lotunni lauk höfðu SA-menn bætt við tveimur mörkum og voru þar á ferðinni þeir Hilmar Leifsson og Sigmundur Sveinsson. SA-menn voru í lotunni töluvert sókndjarfari en sjálfsagt hefur nokkur taugaspenna hrjáð Bjarnarmenn.
Í annarri lotu jafnaðist leikurinn nokkuð en mörkin voru SA-manna og komu fyrir miðja lotu. Stefán Hrafnsson átti þau bæði og staðan orðin 5 - 0
Í þriðja leikhluta bætti Stefán við sínu fjórða marki og innsiglaði öruggan sigur norðanmanna.
Eins og áður sagði tryggðu SA-menn sér sæti í úrslitakeppninni en allt annað er ennþá opið. Þ.e. hvaða lið leikur á móti þeim í úrslitum og hverjir fá heimaleikjaréttinn.
Næstu tvær vikurnar má sjá mörkin úr
leiknum hér.
Mörk/stoðsendingar SA:
Stefán Hrafnsson 4/0
Hilmar Leifsson 1/0
Sigmundur Sveinsson 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 0/2
Rúnar F. Rúnarsson 0/2
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Orri Blöndal 0/1
Refsimínútur SA: 39 mín.
Refsimínútur Björninn: 20 mín.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.
HH