Ásynjur sækja hart að marki Bjarnarins Mynd: Elvar Freyr Pálsson
SA Ásynjur og Björninn léku á íslandsmóti kvenna í íshokkí í gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með öruggum sigri Ásynja sem gerðu ellefu mörk geng engu marki Bjarnarstúlkna.
Unnið hefur verið markvisst að því fyrir norðan að byggja upp sterkt kvennalið og uppskeran er að koma í ljós þessa mánuðina. Breiddin er töluverð og ungar stúlkur að koma upp ásamt því að liðið býr fyrir að reynslumiklum eldri leikmönnum. Segja má að góður kraftur sé í uppbyggingunni hjá Bjarnarstúlkum. Liðið mætti með 18 leikmenn til leiks og greinilega á að gefa sem flestum tækifæri til að spila svo að breiddin í liðinu aukist. SA-Ásynjur sáu til þess að Karitas Halldórsdóttir markvörður fengi næga æfingu því alls fékk hún á sig 95 skot í leiknum.
Lotur fóru 5 – 0, 1 – 0, 5 – 0.
Mörk/stoðsendingar SA Ásynjur:
Sarah Smiley 4/2
Vigdís Aradóttir 2/3
Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Arndís Sigurðardóttir 1/2
Birna Baldursdóttir 1/1
Hrönn Kristjánsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 0/2
Hrund Thorlacius 0/2
Guðrún Marin Viðarsdóttir 0/2
Jóhanna S. Ólafsdóttir 0/2
Sólveig Smáradóttir 0/2
Jónína Guðbjartsdóttir 0/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/1
Eva María Karvelsdóttir 0/1
Refsingar SA Ásynjur: 8 mínútur
Refsingar Björninn: 2 mínútur.