Ofurhokkíhelgin

Þá er farið að styttast í að Ofurhokkíhelgin hefjist en flautað verður til fyrsta leiks klukkan 18.00 í Skautahöllinni í Laugardal. Liðin munu án nokkurs vafa reyna að stilla upp sínum sterkustu liðum og þjálfarar munu nýta breidd sinna liða til fulls enda helgin löng.

Hjá SR-ingum er fyrirliðinn Steinar Páll Veigarsson fjarverandi alla helgina. Milan Mach mun einnig verða fjarverandi í leiknum í kvöld þar sem hann er í leikbanni.

Hjá Birninum eru allir heilir en liðið hefur sótt um félagaskipti fyrir tvo erlenda leikmenn. Annarsvegar er um að ræða svíannn Eric Anderberg og hinsvegar kanadamanninn Ryley Egan og hafa félagaskipti þeirra verið samþykkt. 

Hvað UMFK Esju varðar þá er Ólafur Hrafn Björnsson meiddur en aðrir leikmenn eiga að vera heilir. Esja sótti um félagaskipti fyrir tékkann Patrik Podsedníček og hafa félagaskipti hans einnig verið samþykkt.

SA Víkingar mæta með sitt sterkasta lið en líklegt er að lið þeirra taki einhverjum breytingum milli leikja.

Einsog áður hefur komið fram verður frítt inn á alla leiki helgarinnar og viljum við þakka stuðningsaðilum kærlega fyrir hjálpina en þeir eru:

 





 


Dagskráin lýtur svona út:

Föstudagur 23.10.2015 Skautahöllin í Laugardal

SR - Björninn kl. 18:00
Esja - SA Víkingar kl. 21:00

Laugardagur 24.10.2015 Egilshöll
Björninn - SA Víkingar kl. 16:30
Esja - SR kl. 19.30

Sunnudagur 25.10.2015 Skautahöllin í Laugardal
SR - SA Víkingar kl. 18.30

Sunnudagur 25.10.2015 Egilshöll
25.10.2015 Björninn - Esja kl. 20.00

Kynningarsíða - Börn í íshokkí

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH