Nýr vefur um hokkí


Fyrir stuttu fór í loftið vefurinn hockey.is sem einsog og nafnið gefur til kynna fjallar um íshokkí. Vefurinn fer um víðan völl bæði í innlendu og erlendu íshokkí og hefur sérstaklega tekið uppá arma sína Gulldrengja-deildina sem spiluð er hér í Reykjavík. Smátt og smátt mun síðan bætast við efni á síðunni en ætlunin er að vera með stuttar og skemmtilegar umfjallanir um leiki líðandi stundar og NHL-deildina þegar hún kemst í gang. Aðrar deildir í Evrópu verða skoðaðar og einnig verður fylgst með okkar strákum í dönsku deildinni.

Ritstjóri og eigandi vefsins er Helgi Páll Þórisson sem um árabil hefur verið viðriðinn hokkí hér á landi. Fleiri góðir pennar munu koma að síðunni svona til að tryggja fjölbreytni og umfjöllum um íshokkí verði á sem víðustum grundvelli.

HH