Skautafélag Reykjavíkur íshokkídeild óskaði eftir því við ÍHÍ síðastliðin fimmtudag, að fá undanþágu samkvæmt 10 grein reglugerðar númer 9 fyrir endurskráningu og leikheimild fyrir Conor Hugh White sem áður lék með Birninum/Fjölni hér á árum áður.
Félagið hefur greitt félagaskiptagjald og lagt fram gögn til staðfestingar á íslenskum ríkisborgararétti. Stjórn ÍHÍ tók málið fyrir á fundi sínum 3. apríl síðastliðnum og þar var undanþága samþykkt samhljóða. Stjórn íshokkídeildar Fjölnis/Björninn var beðin um að staðfesta skuldleysi leikmannsins með tölvupósti 3. apríl síðstliðinn, samkvæmt reglugerðinni hefur félagið 2 sólahringa til þess að setja fram kröfur ef einhverjar eru. Svar hefur ekki borist nú 5 sólahringum seinna. Einnig er litið til 8 greinar reglugerðar númer 9 en þar segir;
„Skuldir leikmanna, eldri en frá síðastliðnu keppnistímabili, geta ekki stöðvað félagaskipti.“
ljóst er að Conor Hugh White lék ekki fyrir Fjölni/Björninn á síðastliðnu keppnistímabili. Því geta ekki verið óuppgerð mál sem stöðvað geta félagaskiptin á milli hans og hans fyrra félags.
Því telst Conor Hugh White löglegur leikmaður á Íslandsmótinu í íshokkí með Skautafélagi Reykjavíkur frá deginum í dag að telja.