Naumt tap í fyrsta leik hjá kvennalandsliðinu

Kvennalandslið Íslands spilar nú á umspili fyrir Olympíuleikana sem verða í Torino á Ítalíu. Umspilið fer fram Piestany í Slóvakíu. 

Leikur dagsins var gegn Slóvenum. Leikurinn var jafn og lauk með grátlegu tapi, 3 mörk Slóvana gegn 2 hjá þeim íslensku. Þær slóvönsku misstu mann útaf þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum, íslensku stelpurnar spiluðu yfirmannaðar síðustu mínúturnar og freistaði Jón þjálfari þess að ná fram jöfnunarmarki með því að taka markmanninn útaf og vera sex á móti fjórum. Liðið var sorglega nálægt því að jafna þegar flautað var til leiksloka.

Á morgun er nýr dagur, 13. desember, og spilar liðið gegn Slóvökum kl 17:00 að íslenskum tíma

Loka leikurinn verður 15. desember gegn Kazakstan kl. 13:00 að íslenskum tíma

Liðið skipar

Markmenn: 

Andrea Dilján Bachmann
Karítas Sif Halldórsdóttir 

Varnarmenn:

Teresa Regína Snorradóttir
Eva María Karvelsdóttir 
Anna Sonja Ágústsdóttir 
Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir 
Katrín Rós Björnsdóttir 
Magdalena Sulova
Ragnhildur Kjartansdóttir 
Inga Rakel Aradóttir 

Sóknarmenn: 
Friðrika Ragna Magnúsdóttir 
Berglind Rós Leifsdóttir 
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir 
Kolbrún Björnsdóttir
Sunna Björgvinsdóttir 
Kolbrún María Garðarsdóttir 
Amanda Bjarnadóttir 
Laura-Ann Murphy 
Silvía Rán Björgvinsdóttir 
Hilma Bóel Bergsdóttir 
Sigrún Agatha Árnadóttir 
Elísa Sigfinnsdóttir