Hingað á skrifstofu okkar kom framkvæmdastjóri Ethos Recruiting, sem er tengiliður íþróttamanna við háskóla vestan hafs og bíður íshokkí leikmönnum að sækja um háskólastyrki. Ef þú ert að útskrifast úr menntaskóla og hefur áhuga á námi í USA eða Kanada, þá er þetta kannski tækifæri fyrir þig. Upplagt er að kíkja á heimasíðu þessara aðila, ÝTA HÉR. Samkvæmt þeirra upplýsingum, þá hafa hátt í 40 íslendingar farið erlendis með þeirra hjálp og eru viðtöl við nokkra þeirra á heimasíðunni.
Við hjá Íshokkísambandinu komum þessu hér með áleiðis, en tökum fram að við erum ekki aðilar að þessum styrkjamálum og berum ekki ábyrgð á neinu, ef til samninga kemur. Hins vegar lítur þetta vel út og framkvæmdastjórinn er á Íslandi fram á miðvikudag, þannig að ef einhver hefur áhuga á fundi með honum í dag, mánudag eða á morgun þriðjudag, þá er hægt að koma því heim og saman. Annars eru netföng og símanúmer á síðunni.