21.02.2010
Í kvöld sýnir RÚV leik í íshokkí sem fram fer á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada. Leikurinn sem sýndur er í kvöld hefst klukkan 1.30 samkvæmt dagskrá. Tveir aðrir leikir eru á dagskránni og þeir sem hafa aðgang að erlendum rásum geta horft á leikina þar. Við munum eftir bestu getu reyna að skrifa um liðin og hér er smá umfjöllun um bandaríska liðið.
Almennt:
Landslið Bandaríkjanna er eitt af þeim liðum sem gæti farið langt á Ólympíuleikunum í Vancouver í Canada. Liðið er um þessar mundir í 5. sæti á heimslistanum og hækkaði sig um eitt sæti frá síðasta ári á kostnað Tékklands. Framkvæmdastjóri liðsins Brian Burke, hefur þó allt frá því að liðið kom saman til æfinga í Chicago síðasta sumar, haldið því statt og stöðugt fram að þetta sé eitt af ”litlu” liðunum á leikunum. Varnarmaðurinn frá Jack Johnson er þó ekki sammála Burke og sagði í viðtali að þegar hann færi inn á ísinn til að spila fyrir USA væri það til þess að vinna. Því hefur verið haldið fram að með yfirlýsingum sínum hafi Burke viljað auka þrýstinginn á lið Kanada en sjálfsagt er sá þrýstingur nægur fyrir.
Liðið:
Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Staða/Nafn Fæðingarár Lið í NHL
Markmenn
Ryan Miller 1980 Buffalo Sabres
Jonathan Quick 1986 Los Angeles Kings
Tim Thomas 1974 Boston Bruins
Varnarmenn
Tim Gleason 1983 Carolina Hurricanes
Erik Johnson 1988 St. Louis Blues
Jack Johnson 1987 Los Angeles Kings
Brooks Orpik 1980 Pittsburgh Penguins
Brian Rafalski 1973 Detroit Red Wings
Ryan Suter 1985 Nashville Predators
Ryan Whitney 1983 Anaheim Ducks
Sóknarmenn
David Backes 1984 St. Louis Blues
Dustin Brown 1984 Los Angeles Kings
Ryan Callahan 1985 New York Rangers
Chris Drury 1976 New York Rangers
Patrick Kane 1988 Chicago Blackhawks
Ryan Kesler 1984 Vancouver Canucks
Phil Kessel 1987 Toronto Maple Leafs
Jamie Langenbrunner 1975 New Jersey Devils
Ryan Malone 1979 Tampa Bay Lightning
Zach Parise 1984 New Jersey Devils
Joe Pavelski 1984 San Jose Sharks
Bobby Ryan 1987 Anaheim Ducks
Paul Stastny 1985 Colorado Avalanche
Þjálfarar:
Þjálfari liðsins er hinn fimmtíu og fimm ára Ron Wilson en hann er núverandi þjálfari Toronto Maple Leafs. Ron þessi hefur áður þjálfað San Jose Sharks, Washington Capitals og Mighty Ducks of Anaheim. Ron Wilson til aðstoðar að þessu sinni eru þeir Scott Gordon sem nú er þjálfari New York Islanders og John Tortorella sem er um þessar mundir þjálfari New York Rangers. Þjálfarateymið er því hokið af reynslu enda tjalda menn öllu því besta á Ólympíuleikum.
Árangur á síðustu stórmótum:
Árangur bandaríska liðsins á síðustu þremur Ólympíuleikum:
Turin, Ítalíu 2006 8. sæti.
Salt Lake City, USA 2002 2. sæti.
Nagano, Japan 1998 6. sæti.
Árangur Bandaríska liðsins á síðustu þremur HM-mótum:
Bern, Sviss 2009 4. sæti.
Quebec, Kanada 2008 6. sæti.
Moskva, Rússland 2007 5. sæti.
Sagan:
Stærsti sigur Bandaríkjamanna í íshokkí kom á Ólympíuleikunum í Lake Placid árið 1980. Sigurinn er í bandarískri íþróttasögu kallaður “Kraftaverkið á ísnum” (Miracle on Ice). Það ár mættu Bandaríkjamenn með lið sem samanstóð af áhugamönnum og leikmönnum úr háskóladeildunum. Liðið vann í úrslitaleik lið Sovétríkjanna með 4 mörkum gegn 3. Lið Sovétríkjanna þótti á þessum tíma þótti mjög gott sem gerði sigurinn enn sætari. Þess má geta að Markmaður austantjaldsmanna á þessum tíma var enginn annar en Vladislav Tretiak.
HH