Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SR Fálka og Bjarnarins og fer leikurinn fram í Laugardalnum og hefst klukkan 20.00. Töluvert er síðan síðast var spilað í deildarkeppni karla en vegna ótíðar og hefilbilana hefur þurft að fresta leikjum ítrekað.
Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem liðin leika en fyrr leiknum lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu 12 mörk gegn 2 mörkum Fálka. Breytingar hafa átt sér stað síðan í þeim leik því nýr þjálfari er mættur til leiks í Laugardalnum en Hannu-Pekka Hyttinen hefur látið af störfum hjá félaginu en í hans stað er kominn svíinn Björn Ferber.
Það er hinsvegar allt óbreytt hjá andstæðingum þeirra í Birninum. Ólafur Hrafn Björnsson er enn meiddur og Birgir Jakob Hansen var kominn í frí síðast þegar var vitað. Liðið er hinsvegar enn sterkt enda hefur það aðeins tapað einu stigi á tímabilinu í þeim fimm leikjum sem það hefur spilað.
HH