Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og SA Víkinga í karlaflokki sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 20.00. Um er að ræða leik sem settur var sl. þriðjudag en vegna ófærðar varð að fresta honum,
Búast má við að hart verði tekist á í kvöld enda um toppslag að ræða. Bæði lið eiga eftir að leika fimm leiki í deildarkeppninni en Björninn er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Víkingum. Þetta er í síðasta skiptið sem liðin mætast í deildarkeppni því að honum loknum á Björninn eftir að leika þrjá leiki gegn Esju og einn leik gegn SR. Víkingar eiga á hinn bóginn eftir að leika þrjá leiki gegn SR og einn gegn Esju.
Bæði lið mæta eitthvað löskuð til leiks. Hjá Birninum er eitthvað um meiðsli hjá yngri leikmönnum liðsins en meðal þeirra sem vantar eru Elvar Snær Ólafsson, Jón Árni Árnason og Edmunds Induss en hinsvegar er Aron Knútsson kominn aftur úr meiðslum. Víkingar á hinn bóginn leika án Gunnars Darra Sigurðssonar, Rúnars Rúnarssonar og Matthíasar Más Stefánssonar.
Mynd: Gunnar Jónatansson
HH