Leikir kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og báðir eru þeir í meistaraflokki karla.

Í skautahöllinni á Akureyri mætast SA Víkingar og Björninn og hefst sá leikur klukkan 19.30. Víkingar sem tróna á toppnum um þessar mundir og hafa níu stiga forskot á Bjarnarliðið sem kemur í öðru sæti. Með sigri gætu Víkingar því enn bætt stöðu sína á toppnum en Bjarnarmönnum hefur einnig gengið ágætlega undanfarið, náð 6 stigum útúr síðustu þremur leikjum. Orri Blöndal er enn á sjúkralista hjá Víkingum vegna slæmsku í baki en annars er liðið fullskipað. Hjá Bjarnarmönnum er Aron Knútsson frá vegna meiðsla á hné og einni er Hjalti Geir Friðriksson fjarverandi.

Seinni leikur kvöldsins er viðureign Skautafélags Reykjavíkur og UMFK Esju. Bæði lið spiluðu háspennuleiki um síðastliðna helgi. SR-ingar fóru í framlengingu gegn Birninum og Esjumenn átt góðan leik gegn Víkingum þrátt fyrir tap. Hjá SR-ingum er Styrmir Friðriksson enn frá en Esja vantar þrjá leikmenn, þá Daniel Kolar, Þórhall Viðarsson og Sturlu Snæ Snorrason.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH