Íslandsmótið í íshokkí kvenna hefst í kvöld þegar Björninn tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Egilshöll en leikurinn hefst klukkan 19.40.
Fjögur lið verða með í deildarkeppninni þetta tímabilið. Fyrrnefnd lið ásamt tveimur liðum frá Skautafélagi Akureyrar, þ.e. Ásynjur og Ynjur. Undanfarin ár hafa norðankonur hampað íslandsmeistaratitlinum. Þetta árið lýtur út fyrir að keppnin verði meira spennandi enda hafa óvenju mörg félagaskipti verðið í kvennaflokki auk þess sem einhverjir leikmenn munu leika erlendis í vetur.
Helstu félagaskipti má sjá hér fyrir neðan:
Frá Til
Sunna Björgvinsdóttir SA Spánar
Diljá Sif Björgvinsdóttir SA Svíþjóð
Silja Rún Gunnlaugsdóttir SA Noregur
Þorbjörg Eva Geirsdóttir SA Noregur
Kristín Ómarsdóttir SR Björninn
Thelma María Guðmundsdóttir SA Björninn
Védís Áslaug Valdimarsdóttir SA Björninn
Hrund Thorlacius SA Björninn
Ásdís Birna Hermannsdóttir SR Björninn
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir Björninn SR
Alda Kravec Björninn SR
Guðrún Linda Sigurðardóttir SA SR
Í kvöld fer einnig einn leikur fram í 2. flokki karla en þar leika SR og Björninn í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH