Leikir kvöldsins - UPPFÆRT Streymi frá Akureyri

Mynd: Hafsteinn Snær
Mynd: Hafsteinn Snær

Hér má sjá leikinn á Akureyri í streymi.


Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla.

Fyrri leikurinn er leiku Skautafélagas Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur en hann fer fram á Akureyri og hefst klukkan 19.30. 
Norðanmenn náðu stigi í jöfnum og spennandi leik við Björninn síðastliðin laugardag. Þeir munu ætla sér meira í kvöld en tveir leikmenn ættu að bætast í hóp þeirra frá síðasta leik en Sigurður S. Sigurðsson og Ingþór Árnason voru þá fjarverandi. SR-inga hófu tímabilið sl. föstudag með góðum sigri á UMFK Esju og mæta því án vafa fullir sjálfstrausts. Daníel Steinþór Magnússon er fjarverandi en aðrir leikmenn eru heilir.

Síðari leikur kvöldsins er leikur UMFK Esju og Bjarnarins en hann hefst klukkan 20.00 og fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Um er að ræða fyrsta heimaleik Esju á tímabilinu og því ekki ólíklegt að leikmenn liðsins vilji sýna sig og sanna. Björninn átti fínan leik gegn SA um síðastliðinn laugardag. Nicolas Antonoff, franskur leikmaður liðsins, sýndi í síðasta leik að eitt og annað er í hann spunnið. 

Það má búast við tveimur hörku leikjum á svellinu í kvöld og því um að gera að mæta.

HH