Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni. Báðir í meistaraflokki karla og báðir fara fram í Reykjavík.
Leikur UMFK Esju og SA Víkinga sem fram fer í Laugardalnum og hefst klukkan 19.00. Heimamenn í Esju mæta með fullskipað lið og það á einnig við um Víkinga. Esja mun sjálfsagt leggja áherslu á að stoppa sóknarleik Víkinga sem farið hafa mikinn í síðustu leikjum með Ben DiMarco í broddi fylkingar.
Í Egilshöll tekur síðan Björninn á móti Skautafélagi Reykjavíkur og hefst sá leikur klukkan 19.40, Björninn hefur fyrir leikinn fjögurra stiga forskot á SR-inga svo segja má að stigin sem eru í boði séu mikilvæg báðum liðum. Hjá Birninum vantar Brynjar Bergmann sem er í leikbanni og Edmunds Induss sem er meiddur. Daníel Steinþór Magnússon er einnig frá hjá liði gestanna.
HH