Leikir kvöldsins

Úr leik Víkinga og SR fyrr á tímabilinu
Úr leik Víkinga og SR fyrr á tímabilinu

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og fara báðir fram á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri leikurinn fer fram í Egilshöll en það er viðureign Bjarnarins og UMFK Esju en sá leikur hefst klukkan 19.40. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í vetur. Í fyrstu tveimur leikjunum hafði Esja nokkuð öruggan sigra en í síðasta leik liðanna sem fram fór um miðjan október hafði Björninn sigur. Eitthvað er um að leikmenn eigi ekki heimangegnt í leikinn. Hjá heimaliðinu er Aron Knútsson enn meiddur og einnig Hrólfur Gíslason. Hjá Esju vantar Daníel Kolar sem er á leiðinni í aðgerð auk þess sem Matthías S. Sigurðsson og Sturla Snær Snorrason eru fjarverandi.

Litlu eftir að leikurinn í Egilshöll hefst eða klukkan 20.00 hefst leikur Skautafélags Reykjavíkur og SA Víkinga og fer hann að sjálfsögðu fram í Laugardalnum. Víkingar hafa fram að þessu haft nokkuð gott tak á SR-ingum því í öllum leikjunum þremur sem liðin hafa leikið í veturhafa þeir borið sigur úr býtum. Rétt einsog í hinum leiknum er eitthvað um fjarvistir leikmanna af hinum ýmsu ástæðum. Hjá SR-ingum eru Daníel Steinþór Magnússon og Styrmir Friðriksson fjarverandi. En hjá Víkingum m.a. Orri Blöndal, Einar Eyland, Jón B. Gíslason og Sigurð Reynisson auk Ingþórs Árnasonar.

Stigin þrjú sem í boði eru í kvöld eru mikilvæg einsog sjá má í stigatöflunni hér að neðan:

1. SA Víkingar      11   23       +12 
2. Björninn          11   17         -6 
3. SR                    11   15         -1 
4. UMFK Esja       11   11         -5

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH