Leikheimild til SA fyrir Þóru Milu Grossa Sigurðardóttur

Í síðsustu viku óskaði Skautafélag Akureyrar (SA) eftir undanþágu fyrir félagaskiptum fyrir Þóru Milu Grossa Sigurðardóttur fædda 2011 frá Skautafélagi Reykjavíkur (SR) til SA vegna búferlaflutninga milli landshluta. 
Hennar gamla félag, SR gerir ekki athugasemd við félagaskiptin og óskar leikmanninum velfarnaðar með nýju liði.  Þá hefur stjórn ÍHÍ samþykkt þessa undanþágu fyrir félagaskiptum samhljóða. 
Þóra Mila Grossa Sigurðardóttir hefur því fengið samþykkt félagaskipti innan tímabils og hefur þar af leiðandi leikheimild með Skautafélagi Akureyrar frá deginum í dag að telja.