Nýr landsliðsþjálfari karla, Vladimír Kolek, í íshokkí hefur verið ráðinn.
Vladímír Kolek eða Vladó eins og hann er kallaður var fæddur í Tékklandi 1964 og hefur búið í Finnlandi síðustu 16 árin. Hann hefur unnið þar við þjálfun nokkurra liða sem aðalþjálfari, verið yfirþjálfari nokkurra íþróttaklúbba og aðstoðað finnska íshokkísambandið með uppbyggingu íþróttarinnar. Vladó var einnig leikmaður í Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Tékklandi á árum áður. Nánari upplýsingar um feril Vladó má finna hér.
Vladó mun stýra þjálfun landslið karla í íshokki og vera öðrum íshokkí þjálfurum innan handar hér á landi. Vladó mun einnig koma að þróun og uppbyggingu íshokkí allra aðildarfélaga ÍHÍ.
Fyrsta landsliðsæfing vetrarins verður 13. 14. og 15. október næstkomandi og verður æfingin í Egilshöll. Þar munu koma saman allir þeir leikmenn sem þjálfarinn velur og verður landsliðsæfingahópurinn tilkynntur eftir nokkra daga.
Leikmenn að norðan fá ókeypis flutning til Reykjavíkur á landsliðsæfinguna. Fjölmargir ístímar hafa verið pantaðir þessa helgi, off-ice æfingar, fyrirlestrar, kynning á Herbalife næringardrykkjum og annað hóp-efli. Við munum vera með mat inná milli og þeir sem eiga erfitt að finna gistingu láti skrifstofu ÍHÍ vita.
Skemmtilegir tímar framundan, spennandi landsliðsæfingar og heimsmeistaramót í Hollandi í lok apríl 2018.
Áfram Ísland og innilega til hamingju með að fá Vladímír Kolek til starfa.