Landsliðsmál

Fréttir af landsliðsmálum.

Búið er að ganga frá samningi við alla aðal landsliðsþjálfara í íshokkí.  Magnus Blarand heldur áfram með meistaraflokk karla og U20, Jussi Sipponen heldur áfram með kvennalandsliðið og svo hefur verið samið við Emil Alengard um að taka við U18.

Magnus Blarand mun fara með U20 til Nyja Sjálands í janúar 2017, þar munu strákarnir taka þátt í þriðjudeildinni.  Meistaraflokkur karla fer svo til Rúmeníu í apríl 2017, þar sem keppt verður í annarri deildinni, riðli A.  Heimsmeistaramót kvenna verður haldið í mars eða apríl og verður kunngert 9. september hvar mótið verður haldið.  Emil Alengard fer með U18 til Serbíu í mars 2017, þar strákarnir taka þátt í annarri deildinni, riðli B.

Við í IHI óskum Emil Alengard innilega velkominn í landsliðsþjálfarateymið og að sama skapi þökkum við Vilhelm Már Bjarnasyni vel fyrir vel unnin störf.  Villi er engan veginn farinn frá okkur, við munum eiga hann að næstu misserin og ætlum okkur önnur hlutverk fyrir hann.

Næstu daga og vikur verða svo valdir aðstoðarþálfarar, fararstjórar, sjúkraþjálfarar og tækjastjórar.

Áfram Ísland.