Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar karla í íshokkí hafa skipulagt landsliðsæfingar sem hér segir;
7. til 9. desember 2018. Landsliðsæfing og æfingaleikur. Áætlað er að landslið Íslands keppi á móti úrvalsliði erlendra leikmanna.
29. til 31. mars 2019. Landsliðsæfing í Reykjavík.
12. til 14. apríl 2019. Landsliðsæfing í Helsinki og æfingaleikir. Áætlað er að fljúga til Helsinki föstudaginn 12. apríl og þar mun Vladimir Kolek taka á móti liðinu. Gist verður á Hotel Scandic Jarvenpaa báðar nætur. Áætlað er að spila æfingaleiki föstudags- og laugardagskvöld í Jarvenpaa á móti finnskum félagsliðum. Um hálftíma akstur er frá flugvelli til Jarvenpaa. Flogið heim sunnudaginn 14. apríl.
2019 IIHF World Championship, Mexico City. 19. til 28. apríl 2019. Áætlað er að fljúga út til Mexico þann 19. apríl. Mótið hefst 21. apríl og lýkur því þann 27. apríl. Flogið heim 28. apríl. Nánari dagskrá má finna hér.
Nánari dagskrá mun verða birt þegar nær dregur hverjum dagskrár lið.